Enski boltinn

Englandsmeistararnir gerðu Mahrez að dýrasta leikmanni félagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mahrez mun leika í treyju númer 26
Mahrez mun leika í treyju númer 26 mynd/manchester city
Manchester City hefur fest kaup á Riyad Mahrez frá Leicester. Kaupin voru þau dýrustu í sögu Englandsmeistaranna.

Hinn 27 ára Mahrez var nálægt því að ganga til liðs við City í janúar en þá gengu félagsskiptin ekki upp þrátt fyrir að Mahrez hafi formlega beðið um sölu frá Leicerster.

City er sagt hafa borgað 60 milljónir punda fyrir Mahrez sem gerir hann dýrasta leikmann félagsins. Sá titill var áður í eigu varnarmannsins Aymeric Laporte sem félagið keypti á 57 milljónir punda frá Atletico Madrid í janúar.

Mahrez kom til Leicester frá franska liðinu Le Havre fyrir 400 þúsund pund árið 2014. Hann var valinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar þegar Leicester vann Englandsmeistaratitilinn árið 2016.

Mahrez skoraði 48 mörk í 179 leikjum fyrir Leicester.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×