Fótbolti

Ronaldo þakkaði fyrir sig: Bið ykkur um að sýna mér skilning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo er hann og félagar hans í Real fögnuðu þriðja Meistaradeildartitlinum í röð.
Ronaldo er hann og félagar hans í Real fögnuðu þriðja Meistaradeildartitlinum í röð. vísir/getty
Besti leikmaður heims, Cristiano Ronaldo, skrifaði í gær undir samning við ítölsku meistarana í Juventus. Hann yfirgaf Real Madrid eftir níu ára dvöl á Spáni.

Ronaldo átti sigursælan feril á Spáni, er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, vann Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og spænska meistaratitilinn tvisvar.

Hann útskýrði ákvörðun sína í opnu bréfi til stuðningsmanna Real sem birt var á heimasíðu spænska félagsins.

„Þessi ár í Madrid hafa mjög líklega verið þau bestu á minni ævi. Ég ber ekkert nema þakklæti til þessa félags, stuðningsmannanna og borgarinnar. Ég þakka ykkur fyrir ástina og stuðninginn sem mér hefur borist.“

„En það er kominn tími til þess að breyta til og byrja nýjan kafla í mínu lífi. Þessvegna bað ég félagið um að samþykkja söluna. Svona líður mér og ég bið alla, sérstaklega stuðningsmennina, um að sýna mér skilning.“

Bréf Ronaldo má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×