Lífið

Nýkrýndur ljótasti hundur heims dauður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tíkarinnar Zsa Zsa verður sárt saknað.
Tíkarinnar Zsa Zsa verður sárt saknað. Vísir/EPA
Enski bolabíturinn Zsa Zsa, sem nýlega varð þess heiðurs aðnjótandi að vera krýnd ljótasti hundur heims, er dauð. Að sögn eiganda hundsins hélt Zsa Zsa á vit feðra sinna í svefni aðfaranótt þriðjudags.

Megan Brainard, eigandi Zsa Zsa, greindi frá málinu í bandaríska sjónvarpsþættinum The Today Show. Tíkin hafði verið í pössun hjá föður Brainard og kom hann að Zsa Zsa dauðri á þriðjudagsmorgun. Fjölskyldan er öll miður sín vegna fráfalls hennar.

Keppnin um ljótasta hundinn er haldin í Petaluma í Kaliforníu ár hvert, og nú síðast þann 24. júní síðastliðinn. Því eru aðeins tvær vikur síðan Zsa Zsa hreppti hnossið.


Tengdar fréttir

Peanut krýndur ljótasti hundur í heimi

Að sögn viðstaddra bar hann höfuð og herðar yfir alla aðra keppendur. Hundurinn Quasi Modo þótti sigurstranglegur en fékk hann þó einungis 671 atkvæði á meðan Peanut fékk 1.795 atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×