Innlent

Miklar tafir á þjóðvegi 1 við Núpsvötn vegna umferðaróhapps

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Á myndinni sést Lómagnúpur í baksýn.
Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Á myndinni sést Lómagnúpur í baksýn. Vísir
Umferðaróhapp varð á brúnni við Núpsvötn á Suðurlandi í kvöld. Verið er að vinna að því að koma ökutækjum af vettvangi og er áætlað að lokunum verði aflétt um klukkan korter í ellefu.

Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Viðmælandi fréttastofu hafði setið í bílnum sínum í bílaröð í rúma klukkustund og sífellt bætist í röðina.

Engin slys urðu á fólki samkvæmt Styrmi Sigurðarsyni, yfirmanni sjúkraflutninga á Suðurlandi. Að sögn viðmælanda Vísis rákust saman fólksbíll og sendiferðabíll sem áttu leið um einbreiða brú yfir Núpsvötn á Skeiðarársandi.

Uppfært kl. 22:46: Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×