Golf

Íslensku landsliðin í neðri hlutanum á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Evrópumót landsliða í golfi er í fullum gangi þessa dagana og eru bæði karlalandslið og kvennalandslið Íslands í eldlínunni. Karlarnir eru að spila í Þýskalandi en konurnar í Austurríki.

Kvennalandsliðið var í neðsta sæti eftir fyrsta keppnisdag á meðan karlarnir voru fyrir miðju en á fyrstu tveimur dögunum er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja.

Konurnar léku betra golf á öðrum keppnisdegi og voru á samtals sextán höggum undir pari sem kom liðinu upp um eitt sæti. Þær munu því mæta Slóveníu og Tyrklandi í keppni um sæti 17-19.

Karlarnir léku verr á öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta þar sem þeir voru á pari. Á öðrum keppnisdegi var liðið á samtals tíu höggum yfir pari og munu þeir því keppa um sæti 9-16 eftir að hafa hafnað í 13.sæti í höggleiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×