Golf

Íslensku landsliðin í neðri hlutanum á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Evrópumót landsliða í golfi er í fullum gangi þessa dagana og eru bæði karlalandslið og kvennalandslið Íslands í eldlínunni. Karlarnir eru að spila í Þýskalandi en konurnar í Austurríki.

Kvennalandsliðið var í neðsta sæti eftir fyrsta keppnisdag á meðan karlarnir voru fyrir miðju en á fyrstu tveimur dögunum er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja.

Konurnar léku betra golf á öðrum keppnisdegi og voru á samtals sextán höggum undir pari sem kom liðinu upp um eitt sæti. Þær munu því mæta Slóveníu og Tyrklandi í keppni um sæti 17-19.

Karlarnir léku verr á öðrum keppnisdegi en þeim fyrsta þar sem þeir voru á pari. Á öðrum keppnisdegi var liðið á samtals tíu höggum yfir pari og munu þeir því keppa um sæti 9-16 eftir að hafa hafnað í 13.sæti í höggleiknum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.