Enski boltinn

Ensku blöðin ótrúlega jákvæð í morgun þrátt fyrir sárt tap enska liðsins í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ensku blöðin voru óvenju jákvæð í morgun.
Ensku blöðin voru óvenju jákvæð í morgun. Mynd/Samsett

Englendingar ætluðu að koma með HM-bikarinn heim en verða nú að sætta sig við að spila um bronsið eftir endurkomu sigur Króata í undanúrslitaleik þjóðanna í Moskvu í gærkvöldi.

Ensku blöðin eru þekkt fyrir harðneskjulega og oft ómannúðlega gagnrýni eftir sársaukafyllstu töp enska landsliðsins en ekkert slíkt var að sjá þegar Englendingar fengu blöðin sín í hendurnar í morgun.

Króatarnir unnu 2-1 og spila nú sinn fyrsta úrslitaleik á HM þegar þeir mæta Frökkum á sunnudaginn. England mætir Belgíu í leiknum um þriðja sætið á laugardag.

Draumur Englands um fyrsta úrslitaleikinn sinn í 52 ár endaði snögglega í framlengingunni þegar framherjinn Mario Mandzukic nýtti sér sofandahátt í ensku vörninni og skoraði sigurmark Króatíu.

Ensku blöðin dansa svolítið í takt í viðbrögðum sínum og þau eru vissulega meira íslensk en þau eru ensk.

Blöðin slá upp fyrirsögnum eins og "Hetjur", "Þjóðargersemi", „Við hyllum ykkur“ eða „Stolt ljónanna“ og með þeim eru birtar stórar dramatískar myndir af svekktum enskum leikmönnum eða þjálfara þeirra Gareth Soutgate sem reyndi að hughreysta sína menn í leikslok.

Það var enginn leikmaður tekinn fyrir eins og David Beckham um árið og þjálfarinn fékk ekki heldur að heyra það. Öll stemmningin í kringum enska liðið hefur gerbreyst og það má sjá vel á forsíðum ensku blaðanna í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.