Fótbolti

„Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Hjörvar Hafliðason var ekki ánægður með frammistöðu tyrkneska dómarans Cüneyt Cakir í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gær.

Hjörvar ræddi framistöðu Tyrkjans í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Það var margt furðulegt,“ sagði Hjörvar og hann nefndi nokkur dæmi. Þar á meðal var þegar Dele Alli fékk ekki aukaspyrnu fyrir framan teiginn.

„Hér er bara Dele Alli negldur niður og Tyrkinn bara sleppir þessu,“ sagði Hjörvar og bætti við.

„Það er ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni. Þetta voru svo margar litlar ákvarðanir en leikir ráðast á litlum atriðum,“ sagði Hjövar.

„Við vorum að horfa á undanúrslitaleik í gær sem réðist á hornspyrnu. Hvernig er ekki hægt að dæma horn hérna,“ spyr Hjörvar þegar Cüneyt Cakir og aðstoðarmenn hans misstu af augljósri snertingu Dejan Lovren.  

„Dómarinn var ömurlegur í framlengingunni og það var bara grín að fylgjast með honum,“ sagði Hjörvar fúll.

Jóhannes Karl Guðjónsson tók undir gagnrýni Hjörvars: „Við kennum dómaranum um þetta.,“ sagði Jóhannes Karl í léttum tón og Hjörvar tók undir þetta.

„Þetta er dómaranum að kenna,“ sagði Hjörvar þá hlæjandi. Það má finna all umræðuna um dómgæsluna í leiknum í gær í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.