Fótbolti

Rúnar Páll: Andstæðingurinn ekki fallið út í fyrstu umferð í sjö ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stjarnan mætir Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsungvellinum í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á von á erfiðum leik en

Eistneska liðið hefur náð góðum árangri í Evrópukeppnum síðustu ár og gæti reynst Stjörnunni snúinn andstæðingur.

„Þetta verður hörku barátta frá upphafi til enda. Þetta er lið sem hefur ekki fallið út í fyrstu umferð síðustu sjö ár held ég og slegið út sterka andstæðinga, en við erum búnir að fylgjast vel með þeim og sjá nokkra leiki, þeir líta vel út,“ sagði Rúnar Páll við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta er hápunktur sumarsins, að taka þátt í Evrópukeppninni og mæta liðum sem þú hefur ekki mætt áður. Það ætti að vera auðvelt að mótívera menn í svona leik.“

Stjarnan átti mikið Evrópuævintýri fyrir fjórum árum þegar liðið komst alla leið í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en tapaði þar fyrir Inter Milan

„Það var eins og það var. Við fórum í gegnum erfiða mótherja og það gaf okkur ákveðna reynslu en síðan hefur okkur ekki gengið nógu vel. Við þurfum að klára þennan leik með sóma í kvöld,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.

Leikur Stjörnunar og Nömme Kalju hefst klukkan 20:00 í Garðabænum og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×