Fótbolti

Viðar Örn og Kjartan Henry skildu jafnir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu í kvöld
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu í kvöld vísir/afp

Ísraelska liðið Maccabi Tel-Aviv gerði 1-1 jafntefli við Ferencvaros í Ungverjalandi í fyrri leik liðanna í Íslendingaslag í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 61. mínútu. Stefan Spirovski sá um að skora markið. Stuttu seinna kom Eliran Atar inn á í lið Maccabi og hann átti eftir að verða örlagavaldur því hann skoraði jöfnunarmarkið fyrir gestina í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Viðar Örn Kjartansson byrjaði leikinn í framlínu Maccabi en var tekinn af velli á 79. mínútu. Kjartan Henry Finnbogason, sem kom til ungverska liðsins í sumar, var í byrjunarliði Ferencvaros og var tekinn af velli á 80. mínútu.

Úrslitin eru ágæt fyrir Maccabi sem náði inn útivallarmarki en allt er enn opið fyrir seinni leikinn í Ísrael í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.