Argentínumaðurinn Pitana dæmir úrslitaleikinn

Argentínski dómarinn Nestor Pitana mun dæma úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag þar sem Frakkar og Króatar eigast við. Pitana mun því dæma lokaleikinn og opnunarleikinn á HM.
Hinn 43 ára Pitana dæmdi opnunarleikinn á milli gestgjafa Rússa og Sádi-Arabíu þar sem Rússar fóru með 5-0 sigur og líka leik Mexíkóa og Svía í riðlakeppninni. Þá hefur Pitana dæmt leiki bæði Frakka og Króata á þessu heimsmeistaramóti.
Hann dæmdi leik Frakka og Úrúgvæ í 8-liða úrslitunum og viðureign Króata og Dana í 16-liða úrslitunum. Úrslitaleikurinn verður því hans fimmti á mótinu.
Pitana verður með tvo landa sína sér til aðstoðar, Hernan Maidana og Juan P. Belatti. Fjórði dómari verður Hollendingurinn Björn Kuipers.
Referee designations FWC 2018 Match 64: #FRA#CRO (15 July) FINAL
Referee: Nestor PITANA (ARG)
ASR 1: Hernan MAIDANA (ARG)
ASR 2: Juan P. BELATTI (ARG)
4th Off. Bjorn KUIPERS (NED)
Res.Ass.Erwin ZEINSTRA (NED)@FIFAWorldCup pic.twitter.com/iqJmgyxZPk
— FIFA Media (@fifamedia) July 12, 2018
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.