Fótbolti

Giggs: Ronaldo er með Messi á heilanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og Giggs áttu góðar stundir á Englandi
Ronaldo og Giggs áttu góðar stundir á Englandi Vísir/Getty
Ein stærstu félagsskipti sumarsins til þessa eru kaup Ítalíumeistara Juventus á besta leikmanni heims, Cristiano Ronaldo. Fyrrum samherji Ronaldo, Ryan Giggs, telur þráhyggju Ronaldo á Lionel Messi ástæðu vistaskiptanna.

Eitt helsta deiluefni fótboltaheimsins er hin eilífa spurning, hver er besti fótboltamaður heims; Messi eða Ronaldo?

„Hann er með það á heilanum að vera betri en Messi. Ég vann ensku deildina, spænsku og ætla að vinna þá ítölsku. Ég vann titil með Portúgal. Kannski notar hann þetta sem rökin þegar hann hugsar með sjálfum sér hvort hann sé betri en Messi,“ sagði Giggs á bresku sjónvarpsstöðinni ITV.

Giggs og Ronaldo spiluðu saman hjá Manchester United á Englandi.

„Þetta er mikil áskorun fyrir hann en hann er að fara í risastórt félag. Þetta lítur ágætlega út á ferilskránni, Real Madrid, Manchester United og Juventus.“


Tengdar fréttir

Real leitar að arftaka Ronaldo

Forráðamenn Real Madrid þurfa að fylla í stórt skarð sem Cristiano Ronaldo skildi eftir við félagsskiptin til Juventus. Félagið hefur ekki keypt stórstjörnu í heimsklassa í fjögur ár en þarf líklegast að ná í 2-3 í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×