Körfubolti

Howard búinn að semja í höfuðborginni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dwight Howard er kominn í Washington Wizards
Dwight Howard er kominn í Washington Wizards vísir/getty

Miðherjinn tröllvaxni, Dwight Howard, er genginn til liðs við Washington Wizards í NBA deildinni eftir að hafa undirritað tveggja ára samning við félagið en samningurinn er uppsegjanlegur af hálfu Howard næsta sumar.

Þessi skipti hafa legið í loftinu undanfarnar vikur en nú er búið að tilkynna opinberlega um komu kappans til Washington.

Howard lék með Charlotte Hornets á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði alla leiki nema einn og skilaði 16,6 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 12,5 fráköst að meðaltali í leik.

Hann hefur verið á flakki undanfarin ár og staldrað stutt við hjá nokkrum félögum eftir að hafa byrjað NBA ferilinn með Orlando Magic þar sem hann lék í átta ár. Þaðan gekk Howard í raðir LA Lakers og spilaði með liðinu í eitt ár áður en hann færði sig um set til Houston Rockets þar sem hann spilaði þrjú tímabil.

Howard lék svo eitt tímabil með Atlanta Hawks áður en hann fór til Hornets fyrir síðustu leiktíð.

Þessi 211 sentimetra miðherji er orðinn 32 ára gamall en hann kom inn í deildina með trukki árið 2004 eftir að hafa verið valinn númer eitt í nýliðavalinu.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.