Enski boltinn

Shaqiri á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Xherdan Shaqiri er á leið til Liverpool.
Xherdan Shaqiri er á leið til Liverpool. vísir/getty
Xherdan Shaquiri, leikmaður Stoke og svissneska landsliðsins í fótbota, er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool en frá þessu greinir Liverpool Echo.

Liverpool borgar Stoke riftunarverð kappans sem eru 13,5 milljónir punda en hann kom til Stoke árið 2015 eftir að hafa áður spilað með Inter og Bayern München.

Shaqiri spilaði ágætlega með Stoke á síðustu leiktíð og skoraði átta mörk í 38 leikjum en liðið féll og var þá ljóst að landsliðsmaðurinn yrði ekki áfram í Stoke.

Í heildina spilaði Shaqiri 84 deildarleiki fyrir Stoke í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim fimmtán mörk en hann á að baki 74 leiki og 21 mark fyrir svissneska landsliðið.

Gangi allt saman upp verður Svisslendingurinn þriðji leikmaðurinn sem Jürgen Klopp kaupir í sumar en áður voru mættir Fabinho frá Monca og Naby Keita frá RB Leibzig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×