Körfubolti

Isaiah Thomas í Denver

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thomas í leik með Lakers í vetur
Thomas í leik með Lakers í vetur vísir/getty

Isaiah Thomas er orðinn leikmaður Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta. Hann samdi við liðið til eins árs.

Thomas var hluti af einum stærsta skiptisamningi síðari ára í NBA deildinni síðasta sumar þegar hann fór frá Boston Celtics til Cleveland Cavaliers og Kyrie Irving fór hina leiðina.

Irving varð fljótt að stórstjörnu í Boston á meðan tímabilið hjá Thomas var ekki eins gott. Hann kom til Cleveland meiddur og náði aðeins 15 leikjum fyrir liðið síðasta vetur áður en honum var skipt yfir til Los Angeles Lakers í febrúar.

Samningur Thomas við Lakers var aðeins út tímabilið og því var honum frjálst að ræða við önnur félög. Hann ákvað að semja til eins árs við Denver Nuggets og er virði samningsins 2 milljónir dollara.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.