Lífið

Þriðja sería af Queer Eye á leiðinni

Sylvía Hall skrifar
Fimmmenningarnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix.
Fimmmenningarnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix. Vísir/Getty

Netflix staðfesti í dag framleiðslu á þriðju þáttaröð Queer Eye sem hafa slegið í gegn á streymiveitunni síðustu misseri. Þátturinn var endurvakinn af Netflix, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir á skjám landsmanna.

Þátturinn fékk á dögunum fjórar tilnefningar til Emmy-verðlauna og vöktu ósvikin viðbrögð Jonathan Van Ness við tilnefningunum mikla lukku á samfélagsmiðlum, en hann hefur vakið athygli fyrir orkumikla framkomu í þáttunum.

 
A post shared by Jonathan Van Ness (@jvn) on

Nú þegar hafa verið framleiddar tvær þáttaraðir þar sem hópurinn vinsæli aðstoðar menn sem þurfa leiðsögn, allt frá eldamennsku yfir í fatastíl og geta aðdáendur þáttanna glaðst yfir því að þriðja serían sé á leiðinni.

Þriðja þáttaröðin mun samanstanda af átta þáttum líkt og þær fyrri, en í þetta skiptið munu strákarnir færa sig um set frá Atlanta til Kansas og bjóða fram hjálparhönd sína á nýjum slóðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.