Enski boltinn

Shaqiri orðinn leikmaður Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaqiri er kominn til Liverpool
Shaqiri er kominn til Liverpool Vísir/Getty
Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool. Félagið tilkynnti félagsskiptin á Twitter í kvöld.

Shaqiri kemur til Liverpool frá Stoke City sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekkst undir læknisskoðun á æfingasvæði Liverpool í dag og skrifaði að henni lokinni undir samning við félagið.

Shaqiri byrjaði alla leiki Sviss á HM í Rússlandi í sumar og spilaði 92 leiki á þremur tímabilum hjá Stoke.

Í tilkynningu Liverpool kemur ekki fram hversu langur samningurinn er, aðeins að hann hafi skrifað undir langtíma samning. Félagið borgaði 13,5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Ég er mjög ánægður að vera hér. Þetta er risastórt félag með mikla sögu, góða leikmenn og frábæran þjálfara. Ég vildi koma hingað fyrir nokkrum árum en það gekk ekki upp, ég er mjög ánægður með að vera loksins kominn hingað,“ sagði Shaqiri á heimasíðu Liverpool.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×