Enski boltinn

Redknapp: Kane er besti framherji í heimi

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. vísir/getty
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segir að nafni sinn Harry Kane sé besti framherji í heimi.

 

Harry Kane var að taka sín fyrstu skref í aðalliði Tottenham þegar Rednkapp var með liðið en núna er hann, eins og flestir vita, orðinn fyrirliði enska landsliðsins og er eins og er markahæsti leikmaður HM.

 

Harry Redknapp segist ekki hafa búist við þessari velgegni hjá Kane.

 

„Ég bjóst alls ekki við því að hann yrði besti framherji í heimi, sem hann er orðinn núna.“

 

„Besti framherji í heimi, án nokkurns vafa. Ég veit ekki um neinn alhliða framherja sem er betri en hann.“

 

„Ég bjóst alltaf við því að hann yrði góður leikmaður og þá í ensku úrvalsdeildinni. Hann var alltaf með frábært viðhorf. En að hugsa sér það sem hann hefur gert núna, það er ótrúlegt.“

 

„Hann er búinn að vera algjörlega frábær, sjálfstraust hans hefur haldið áfram að vaxa stöðugt. Hann hefur mikla trú á sjálfum sér og er frábær einstaklingur. Þessi árangur hefur skilað sér eftir áralanga vinnu.“

 


Tengdar fréttir

Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur

Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×