Enski boltinn

Carragher: Mikill missir fyrir deildina

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að það sé mikill missir fyrir ensku úrvalsdeildina að Antonio Conte hafi verið rekinn frá Chelsea.

 

Ítalinn átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea en hann vann ensku úrvalsdeildina og FA-bikarinn með liðinu.

 

„Það að Conte sé farinn er mikill missir fyrir ensku deildina.“

 

„Mér finnst hann hafa verið algjörlega frábær. Hann byrjaði með þriggja manna varnarlínu hjá Chelsea í kjölfarið byrjuðu öll liðin í deildinni að gera það , og meira að segja enska landsliðið líka. Hann breytti það miklu. Þess vegna hefur hann haft mikil áhrif á enska fótboltann. Það að vinna deildina og FA-bikarinn á þínum tveimur tímabilum er mikið afrek.“

 

Carragher segir að þó svo að þetta sé mikill missir, að þá er þetta einfaldlega hvernig Roman Abramovich vill að Chelsea sé.

 

„Maður hugsar alltaf að það séu mistök þegar þeir reka góðan stjóra en síðan ráða þeir nýjan og þeir halda áfram að ná árangri. Þetta er einfaldlega hvernig Roman Abramovich vill að Chelsea sé.“

 


Tengdar fréttir

Sarri búinn að samþykkja að taka við Chelsea

Maurizio Sarri hefur komist að samkomulagi við Chelsea um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. Gianfranco Zola mun verða honum til aðstoðar. Fréttastofa Sky á Ítalíu greinir frá þessu.

Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea

Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×