Erlent

Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag

Andri Eysteinsson skrifar
Fótboltastrákarnir 12 og þjálfari þeirra eru allir að koma til eftir þrekraunina
Fótboltastrákarnir 12 og þjálfari þeirra eru allir að koma til eftir þrekraunina Vísir/EPA
Heilbrigðisráðuneyti Taílands hefur gefið út að fótboltastrákarnir 12 sem neyddust til að dvelja í helli til lengri tíma og þjálfari þeirra verði útskrifaðir af sjúkrahúsi næstkomandi fimmtudag. Reuters greinir frá gleðitíðindunum.

Heilbrigðisráðherra Taílands, Piyasakol Sakolsatayadorn, sagði drengina alla vera að koma til. Sumir þeirra hefðu greinst með lungnabólgu þegar á sjúkrahús var komið.

Ráðherrann sagði enn fremur að drengirnir hafi misst allt að 5 kíló á meðan að verunni í hellinum stóð en matarlystin væri að koma aftur.

Á blaðamannafundinum var einnig spiluð kveðja frá Wild Boars fótboltaliðinu þar sem þökkuðu fyrir björgunina, stuðninginn og sögðu frá því hvað þeim langaði að fá að borða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×