Enski boltinn

Mertens: Það verður einhver að gera heimildarmynd um hann

Dagur Lárusson skrifar
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. vísir/getty
Dries Mertens, leikmaður Napoli, hefur farið fögrum orðum um fyrrum stjóra sinn Maurizio Sarri sem tók við Chelsea í gær.

 

Ráðning Chelsea á Sarri hefur farið misvel í stuðningsmenn félagsins og í sérfræðinga í Englandi en Mertens segir að Sarri eigi eftir að sýna öllum hvers hann er megnugur.

 

„Það verður einhver að gera heimildarmynd um þennan mann,“ sagið Mertens.

 

„Ræðurnar hans eru ótrúlegar. Ég kom frá holræsinu og ég er núna að spila í Meistaradeildinni, þökk sé honum.“

 

„Það getur enginn tekið hans árangur af honum. Hann er frábær stjóri sem elskar tölfræði og er mjög sterkur í taktík, hann veit nákvæmlega um hvað hann er að tala.“

 

Chelsea staðfesti það í gær að Maurizio Sarri myndi taka við af Antonio Conte sem hafði verið með liðið síðustu tvö árin.

 


Tengdar fréttir

Sarri búinn að samþykkja að taka við Chelsea

Maurizio Sarri hefur komist að samkomulagi við Chelsea um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. Gianfranco Zola mun verða honum til aðstoðar. Fréttastofa Sky á Ítalíu greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×