Enski boltinn

Shaqiri: Ég get ekki beðið

Dagur Lárusson skrifar
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri. vísir/getty
Xherdan Shaqiri, nýjasti leikmaður Liverpool, segist ekki geta beðið eftir því að spila á Anfield sem hluti af Liverpool.

 

Liverpool gekk frá kaupum á Shaqiri í gærkvöldi en kaupverðið er talið vera um 13,5 milljónir punda en Shaqiri stytti sumarfrí sitt töluvert til þess að geta gengið til liðs við Liverpool.

 

Eftir félagsskiptin setti Shaqiri færsltu á Twitter þar sem hann m.a. þakkaði Stoke fyrir árin þrjú.

 

„Ég vil nýta þetta tækifæri til þess að þakka stuðningsmönnum Stoke, liðfélögum mínum og félaginu í heild sinni fyrir þrjú æðisleg ár.“

 

„Jafnvel þó að síðasta tímabil hafi endað ömurlega þá er ég viss um það að Stoke muni snúa aftur í ensku úrvaldeildina í nánustu framtíð.“

 

„Ég hinsvegar get ekki beðið eftir þessum nýja og spennandi kafla í mínu lífi. Að hlaupa út á Anfield sem hluti af Liverpool mun vera mjög sérstakt augnablik fyrir mig. Ég hlakka til framtíðarinnar sem leikmaður Liverpool.“

 


Tengdar fréttir

Shaqiri orðinn leikmaður Liverpool

Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool. Félagið tilkynnti félagsskiptin á Twitter í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×