Erlent

Blæddi úr eyrum farþega Ryanair

Andri Eysteinsson skrifar
Flugvél Ryanair, þó ekki sú sem neyddist til að lenda í Frankfurt.
Flugvél Ryanair, þó ekki sú sem neyddist til að lenda í Frankfurt. Vísir/EPA
Vél írska flugfélagsins Ryanair á leið frá Dublin, höfuðborg Írlands, til Zardar í Króatíu neyddist til að lenda í Frankfurt eftir að þrýstingur féll í farþegarými vélarinnar, Reuters greinir frá.

189 farþegar voru um borð og 33 farþegar leituðu læknisaðstoðar, sumir vegna blæðinga úr eyrum.

Í yfirlýsingu Ryanair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt þegar þrýstingurinn féll, súrefnisgrímur hafi fallið og flugstjóri hafi hafið lækkun á flugi.

Fluginu var áframhaldið morguninn eftir, sumir þeirra sem þurftu læknisaðstoð treystu sér ekki til að halda ferðalaginu áfram og útvegaði Ryanair þeim farþegum gistingu í Frankfurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×