Erlent

Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum

Andri Eysteinsson skrifar
Mikill viðbúnaður hefur verið við Trump Turnberry hótelið vegna heimsóknar forsetans, það dugði ekki til.
Mikill viðbúnaður hefur verið við Trump Turnberry hótelið vegna heimsóknar forsetans, það dugði ekki til. Vísir/AFP

Skoska lögreglan leitar nú manns sem flaug inn á bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á svifvæng. Guardian greinir frá.

Maðurinn sveif yfir Trump Turnberry svæðið þar sem Donald Trump á hótel og sögufrægan golfvöll. Turnberry svæðið sem Trump keypti árið 2014 og er nú rekið af sonum hans, hefur haldið Opna breska meistaramótið í fjögur skipti en það er mesti heiður sem golfvöllum og klúbbum er sýndur í Bretlandi.

Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari.

Lögreglan hafði unnið hörðum höndum að því að loka svæðinu fyrir mótmælendum en mikil hrina mótmæla hefur átt sér stað undanfarna daga í Bretlandi vegna heimsóknar Trump.

Greenpeace hefur gefið út að maðurinn hafi verið á þeirra vegum og létu samtökin lögreglu vita af áætlun sinni rétt áður en henni var hrint í framkvæmd.

Talsmaður Greenpeace, Ben Stewart, sagði við Guardian að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefði ekki átt að bjóða Trump til Bretlands.

Enn fremur sagði Stewart að Donald Trump væri einfaldlega versti forseti allra tíma því hafi skilaboðin verið sú að hann væri langt undir pari.

Ljóst þykir að þrátt fyrir að flogið hafi verið yfir golfvöll hafi flugmaðurinn eða skipuleggjendur gjörningsins ekki verið kylfingar sjálfir enda þykir jákvætt að vera undir pari í golfi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.