Fótbolti

Hazard: Kannski kominn tími á að fara annað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eden Hazard í leik með Chelsea.
Eden Hazard í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Eden Hazard skoraði annað mark Belga í 2-0 sigri á Englendingum í leiknum um bronsið á HM í fótbolta í dag. Hann segir mögulega vera komið að endalokum á tíma hans hjá Chelsea.

Hazard hefur verið í herbúðum Lundúnaliðsins frá 2012 og unnið tvo Englandsmeistaratitla með félaginu. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og sagði sjálfur í fyrra að hann myndi hlusta á tilboð frá spænska stórveldinu.

„Þið vitið hvert ég vil fara. Ég ákveð hvort ég vilji fara eða ekki en það er Chelsea sem á lokaorðið, þeir ráða hvort þeir láti mig fara,“ sagði Hazard við fjölmiðla eftir sigur Belga í dag.

„Það gæti verið kominn tími á eitthvað nýtt efir sex frábær ár á Stamford Bridge.“

Hazard á enn eftir tvö ár af samningi sínum við Chelsea. Félagið staðfesti í dag ráðningu nýs knattspyrnustjóra, Maurizio Sarri, og einnig kaupin á ítaska miðjumanninum Jorginho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×