Sport

Djokovic: Hef ekki miklu að tapa í úrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Novak Djokovic spilar til úrslita á Wimbledon
Novak Djokovic spilar til úrslita á Wimbledon vísir/getty
Novak Djokovic leikur til úrslita á Wimbledon mótinu í tennis eftir sigur á Rafael Nadal í undanúrslitunum í dag. Hann segist ekki hafa neinu að tapa í úrslitaleiknum.

Djokovic reynir við sinn fyrsta risatitil í nærri tvö ár þegar hann mætir Kevin Anderson í úrslitaleiknum. Hann hefur unnið 12 risatitla á ferlinum en átt nokkuð erfitt uppdráttar síðan hann sigraði Opna franska mótið árið 2016.

„Þar sem hann [Anderson] er að spila í öðrum úrslitaleiknum á risamóti á ferlinum þá græðir hann mun meira á því að vinna. Ef ég horfi á síðustu tvö ár hjá mér þá hef ég ekki miklu að tapa,“ sagði Djokovic.

Serbinn var á meðal fremstu manna fyrir nokkrum árum en er ekki lengur á meðal 20 efstu á heimslistanum í tennis, í fyrsta skipti síðan 2006. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×