Lífið

Óheppileg atvik þegar Bastilludeginum var fagnað

Sylvía Hall skrifar
Eins og sjá má fór vitlaus litur í eina herþotuna sem skekkti fánamyndina.
Eins og sjá má fór vitlaus litur í eina herþotuna sem skekkti fánamyndina. Vísir/AP

Í dag var Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur víða um Frakkland, en dagurinn er þjóðhátíðardagur Frakka.



Mikið var um dýrðir um landið allt og var mikið lagt í skrúðgönguna sem árlega er gengin í París í tilefni dagsins. Ekki fór þó allt samkvæmt áætlun, en tvö mótorhjól sem keyrðu í göngunni skullu saman í upphafi hennar. Ökumennirnir sluppu óhulltir, enda áreksturinn ekki svo harður.

Þá flugu herþotur með fánalitum Frakklands yfir borgina, en svo óheppilega vildi til að rauður litur var settur í eina þotuna sem hefði átt að bera bláan lit og því skekktist fánamyndin örlítið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×