Enski boltinn

Klopp: Sturridge getur ennþá átt framtíð hjá Liverpool

Dagur Lárusson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. vísir/getty
Jurgen Klopp segir að Daniel Sturridge geti ennþá átt framtíð hjá félaginu þrátt fyrir erfið undanfarin ár vegna meiðsla.

 

Sturridge féll aftar í goggunarröðina á síðasta tímabili vegna meiðsla og var síðan lánaður til WBA í janúar þar sem hann meiddist einnig. Nú er hann orðaður við Sevilla.

 

„Það er fyndin að hugsa um þetta, þetta er þriðja tímabilið mitt hérna og fyrir öll þessi tímabil er ég spurður að því sama, við tölum alltaf um það sama.“

 

„Það eru engin vandamál, ég hef alltaf sagt að hann getur átt framtíð hjá félaginu, það fer bara eftir því hvað við gerum í hvaða augnabliki fyrir sig.“

 

„Eins og er þá eru hlutirnir bara góðir og við þurfum ekki að taka neina ákvörðun. Ég hugsa ekki svona um leikmennina mína.“

 

„Með ungu leikmennina þá kannski tökum við stundum svonar ákvarðanir en ekki með eldri leikmennina. Þeir bara mæta og æfa og þegar kemur að því á það yfirleitt að vera létt fyrir mig að taka ákvörðun.“

 

„Ég er ekkert að stressa mig á þessu, glugginn lokar ekkert á morgun er það? Gott.“

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×