Fótbolti

Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe

Dagur Lárusson skrifar
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar.

 

Kaka hrósaði Mbappe fyrir þann þroska sem hann hefur sýnt í keppninni hingað til og segir að stuðningsmenn út um allan heim séu heppnir að fá að sjá hann spila á HM.

 

„Ég held að það besta sem við getum sagt um hann er hraðinn hans og hraðabreytingarnar hans, þær eru ótrúlegar.“

 

„Hann er líka ekki bara að hlaupa til þess að hlaupa, hann hleypur mikið með boltann því hann veit að hann hefur frábæra stjórn á boltanum á meðan.“

 

„Hann er 19 ára en lætur oft eins og hann sé 35 ára, mjög svo þroskaður og stjórnar leiknum vel og tekur góðar ákvarðanir.“

 

„Hann er svo bjarta framtíð fyrir sér og ég verð að segja það að við, knattspyrnuáhugamenn út um allan heim, erum heppin að fá að horfa á þennan 19 ára strák á HM.“

 

Mbappe verður í eldlínunni fyrir Frakka seinna í dag í úrslitaleik HM gegn Króatíu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×