Enski boltinn

Courtois: Ég gæti verið áfram

Dagur Lárusson skrifar
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. vísir/getty
Thibaut Courtois, markvörður Chelsea, segir að hann hann gæti verið áfram hjá Chelsea á næstu leiktíð þrátt fyrir allar sögusagnirnar.

 

Courtois stóð vaktina í marki Belga á HM í sumar en í gær tryggðu þeir sér bronsið á mótinu eftir sigur á Englendingum. 

 

Courtois hefur verið heldur opinn með það að hann vilji fara til Real Madrid en hann hefur nú komið fram og sagt að hann gæti verið áfram hjá Chelsea eftir allt saman.

 

„Núna er ég að tala við umboðsmann minn og við erum að skoða alla möguleikana í stöðunni. Ég er í raun opinn fyrir öllu. Ég gæti verið áfram hjá Chelsea.“

 

„Fólk er alltaf að kvarta yfir því að leikmenn klári ekki samninga sína hjá félögum en stundum gera þeir það.“

 

„Ég held að þeir myndu ekki halda manni eins og mér, með mína hæfileika, á bekknum, jafnvel þó svo að ég skrifi ekki undir nýjan samning. Þess vegna er það möguleiki að vera áfram, mér líkar líka vel við London.“

 

Courtois hefur talað opinberlega um vilja sinn til þess að spila fyrir Real Madrid þar sem að barnið hans býr í Madríd en núna gæti Hazard spilað stóran þátt í því hvort hann fari þangað eða ekki.

 

„Hvert sem ég fer, þá verður Hazard að koma líka, við munum ekki yfirgefa hvorn annan.“

 


Tengdar fréttir

Hazard: Kannski kominn tími á að fara annað

Eden Hazard skoraði annað mark Belga í 2-0 sigri á Englendingum í leiknum um bronsið á HM í fótbolta í dag. Hann segir mögulega vera komið að endalokum á tíma hans hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×