Innlent

Aðstoða göngufólk í hrakningum á Ströndum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rok og rigning er á svæðinu.
Rok og rigning er á svæðinu. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarfólk frá Hólmavík er nú á leið í Meyjarsel á Ströndum til að svara neyðarkalli frá hópi ferðafólks sem lenti þar í hrakningum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er um að ræða átján manna hóp sem er á göngu um svæðið. Fólkið lenti í vandræðum við að þvera á en erfiðar aðstæður eru á svæðinu, rok og rigning. 

Þrír bátar með björgunarmönnum eru á leið á staðinn og er áætlað að fyrsti bátur komi að fólkinu um klukkan 00:30 í nótt. Ekki er talið að neitt ami að fólkinu annað en að það er kalt og hrakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×