Innlent

Gönguhópurinn kominn í skjól

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólkið hafði kveikt varðeld til að halda á sér hita.
Fólkið hafði kveikt varðeld til að halda á sér hita. VÍSIR/VILHELM
Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur.

Björgunarsveitarfólk var sent að Meyjardal á Ströndum í gærkvöldi eftir að göngumennirnir átján höfðu lent í vandræðinum með að komast yfir Meyjará. Mikil rigning hefur verið á svæðinu að undanförnu og var áin því afar vatnsmikil.

Þrír bátar voru þá sendir á vettvang og kom sá fyrsti að fólkinu skömmu eftir klukkan 1 í nótt. Þrátt fyrir strekkingvind og rigningu amaði ekkert að hópnum, sem búinn var að kveikja varðeld við ósa árinnar. Fólkið var ferjað suður að Dröngum þar sem því var komið í húsaskjól um klukkan hálf fimm í morgun. Þaðan ætlar hópurinn svo að halda göngunni áfram suður í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×