Fótbolti

Napoli var boðið að kaupa Ronaldo: Hefði getað gert félagið gjaldþrota

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kostar sitt að kaupa besta knattspyrnumann heims
Kostar sitt að kaupa besta knattspyrnumann heims vísir/getty
Cristiano Ronaldo er mættur til Torino og verður kynntur sem nýr leikmaður ítalska stórveldisins Juventus í dag.

Juventus borgar 105 milljónir punda fyrir þennan besta knattspyrnumann heims auk þess sem félagið þarf að punga út stjarnfræðilegum upphæðum í laun handa kappanum.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, segir að félaginu hafi einnig verið boðið að kaupa Ronaldo en Napoli hafnaði í 2.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Fjárhagslegi pakkinn reyndist Napoli hins vegar ofviða að sögn forsetans.

„Napoli var líka boðið að kaupa Ronaldo. (Jorge) Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hringdi í mig. Við skoðuðum alla fleti og reiknuðum út hvort við myndum ráða við þetta, fjárhagslega.“

„Þessi peningur sem Juventus er að eyða í Ronaldo er eitthvað sem við ráðum ekki við. Við hefðum skapað áhættu fyrir framtíð Napoli. Þessi samningur hefði getað gert félagið gjaldþrota,“ segir De Laurentiis.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×