Viðskipti innlent

Símon orðinn sviðsstjóri hjá EY

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Símon Þór Jónsson
Símon Þór Jónsson Aðsend

Símon Þór Jónsson er nýr sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs EY á Íslandi. Símon Þór hóf störf hjá EY á árinu 2016 og er einn af eigendum félagsins.

Í tilkynningu frá EY er ferill Símons rakinn. Þar segir að hann sé lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diploma í hagfræði frá sama skóla. Þá hefur hann sótt sér menntun í Leiden University varðandi tvísköttunarsamninga. „Símon Þór hefur mikla þekkingu og reynslu á flóknum skattamálum og hefur áratuga starfsreynslu á því sviði,“ segir í tilkynningunni.

Hann hefur áður starfað hjá Ríkisskattstjóra og skatta- og lögfræðisviði KPMG og Deloitte. Símon Þór er kvæntur Drífu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.