Körfubolti

Tryggvi Snær spilaði ekkert í lokaleikjum Raptors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni mynd/raptors

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu þegar Toronto Raptors steinlá fyrir Cleveland Cavaliers í sumardeild NBA í nótt, 68-82.

Var þetta þar með síðasti leikur Raptors í sumardeildinni í ár en Cavaliers fer í undanúrslit þar sem liðið mætir Los Angeles Lakers.

Tryggvi Snær vermdi varamannabekkinn allan tímann líkt og hann gerði í framlengdum leik gegn Charlotte Hornets á laugardag.

Tryggvi kom því aðeins við sögu í einum leik í sumardeildinni en hann spilaði fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves sem var annar leikur Raptors.

Óvíst er hvað Tryggvi gerir nú varðandi NBA drauminn en hann á enn möguleika á að komast inn í deildina þó hann hafi ekki verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Tryggvi er samningsbundinn spænska stórliðinu Valencia.


NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.