Fótbolti

Stóri dagurinn runninn upp í Tórínó: Ronaldo mættur í læknisskoðun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo er að ganga frá sínum málum áður en að hann verður leikmaður Juventus.
Cristiano Ronaldo er að ganga frá sínum málum áður en að hann verður leikmaður Juventus. vísir/epa
Cristiano Ronaldo mætti til Tórínó í gær og gekkst undir læknisskoðun hjá Juventus í morgun en allt ætlaði um koll að keyra þegar að hann mætti á æfingasvæði félagsins.

Fjöldinn allur af stuðningsmönnum Juventus er skiljanlega mættur til að sjá goðið verða formlega að leikmanni Gömlu konunnar en Juventus borgaði 100 milljónir evra fyrir þennan 33 ára gamla leikmann.

Juventus skírði daginn einfaldlega #CR7DAY en myllumerkið verður notað á Twitter í allan dag þar sem að félagið fylgist grannt með hverju einasta skrefi hjá portúgalska goðinu.

Ronaldo hefur verið í fríi í nokkrar vikur eftir að portúgalska landsliðið féll úr leik í 16 liða úrslitum á HM þannig að hann mætir ferskur til leiks hjá Juventus.

Hann er að yfirgefa Real Madrid eftir níu ár þar sem að hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum, nú síðast í vor þar sem að liðið varð það fyrsta í sögunni til að verða Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð.




Tengdar fréttir

Sumarmessan: Þetta eru 10 flottustu mörk HM

HM í Rússlandi kláraðist í gær þegar Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum. Sumarmessan gerði upp mótið á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fór meðal annars yfir bestu mörk mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×