Lífið

Hringvegurinn ofarlega á lista yfir bestu ferðalög í heimi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í umfjöllun um hringveginn á Flight Network segir að ferðalag um veginn gefi ferðalöngum tækifæri á að sjá nánast allt það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.
Í umfjöllun um hringveginn á Flight Network segir að ferðalag um veginn gefi ferðalöngum tækifæri á að sjá nánast allt það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða. vísir/vilhelm
Hringvegurinn, eða þjóðvegur eitt, er í sjötta sæti af fimmtíu á lista vefsíðunnar Flight Network yfir bestu ferðalög í heimi í ár.

Listinn var tekinn saman í samstarfi vefsíðunnar við yfir 500 ferðablaðamenn, ferðaskrifstofur, bloggara og ritstjóra. Yfirskrift listans er The World‘s Best Once in a Lifetime Journey eða bestu ferðalög í heimi sem þú ferð bara einu sinni í.

Í efsta sæti listans er ferðalag til Suðurskautslandsins og í öðru sætinu er sigling um Galapagos-eyjar í Ekvador. Þá kemur ferð með Síberíuhraðlestinni, ganga upp að Machu Picchu og ferðalag meðfram Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna.

 

Í umfjöllun um hringveginn á Flight Network segir að ferðalag um veginn gefi ferðalöngum tækifæri á að sjá nánast allt það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða. Þannig taki hringvegurinn ferðamanninn yfir fjöll, framhjá jöklum, í gegnum firði og meðfram ótrúlegri strandlengju.

„Hringferð um þetta forvitnilega land mun heilla og kveikja ævintýraþrá hjá hverjum þeim sem ferðast um það,“ segir í umfjöllun Flight Network.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×