Lífið

Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd

Sylvía Hall skrifar
Bruce Willis fyrir upptöku þáttarins.
Bruce Willis fyrir upptöku þáttarins. Vísir/Getty
Leikarinn Bruce Willis verður tekinn fyrir í svokölluðum „roast“-þætti þar sem grínistar og vinir leikarans fá tækifæri til að gera grín á hans kostnað. Þátturinn var tekinn upp á laugardag og verður sýndur þann 29. júlí.

Á meðal þeirra sem fengu að „grilla“ leikarann voru þau Edward Norton, Martha Stewart og Dennis Rodman. Þá tók fyrrverandi eiginkona Willis, Demi Moore, einnig þátt í fjörinu og gerði góðlátlegt grín að fyrrum eiginmanni sínum.

Fyrirkomulagið er þannig að fyrst fá grínistarnir að flytja sitt uppistand áður en Willis fær að svara fyrir sig í lokinn. Þegar Willis hafði lokið sínu eigin uppistandi endaði hann kvöldið á orðunum: „Die Hard er ekki jólamynd.“


Tengdar fréttir

Eggjum grýtt í Justin Bieber

Comedy Central hefur sent frá sér myndskeið til að hita upp fyrir væntanlegan grínþátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×