Lífið

Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty
Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, í gær.

Blaðamannafundur þeirra í Helsinki í gær þykir ekki hafa farið vel í Bandaríkjunum. Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð.

Frammistaða Trump fékk þá sömuleiðis vægast sagt lélega einkunn hjá sérfræðingum og stjórnmálaskýrendum vestanhafs. Það sama má segja um helstu spjallþáttastjórendur Bandaríkjanna sem flestir tóku fund forsetanna tveggja fyrir í þáttum gærkvöldsins.

Eru þeir býsna harðorðir í garð forsetans og segir Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, að fundurinn hafi verið „hrikalegur“

Brot af því besta úr þáttum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

„Skítseyðin“ svara ummælum Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eyddi hluta af ræðu sem hann hélt á mánudaginn til þess að hnýta í spjallþáttastjórnendur þar ytra. Þeir hafa nú svarað fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×