Innlent

Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælendur gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna stöðunnar í deilunni en spjöld mótmælenda sjást hér ásamt böngsum, leikföngum og kröfuspjöldum sem raðað var á tröppur þinghússins.
Mótmælendur gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna stöðunnar í deilunni en spjöld mótmælenda sjást hér ásamt böngsum, leikföngum og kröfuspjöldum sem raðað var á tröppur þinghússins. vísir/sigurjón
Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra.

Á meðan stóð yfir þingfundur í Alþingishúsinu þar sem þingmenn ræddu mál sem snúa að hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Yfirskrift mótmælanna var Vaknið ríkisstjórn! en allt er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðnætti í kvöld og ekki hefur verið boðað til næsta samningafundar fyrr en á mánudag.

Andrea Eyland stýrði mótmælafundinum á Austurvelli í dag en ræðumenn voru þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir.

Þá var rauðum spjöldum dreift á meðal mótmælenda og gáfu þeir ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna deilunnar. Böngsum, leikfangaspjöldum og mótmælaspjöldum var síðan raðað á tröppur þinghússins.

Mótmælendur mættu með kröfuspjöld.vísir/sigurjón
Nokkur hundruð manns mættu á mótmælin en á meðan stóð yfir þingfundur á Alþingi.vísir/sigurjón
Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir, hélt ræðu á mótmælafundinum.vísir/sigurjón

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×