Enski boltinn

„Emery það besta sem Arsenal hefur gert á markaðnum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery er glaður í bragði hjá Arsenal.
Emery er glaður í bragði hjá Arsenal. vísir/getty
Robert Pires, Arsenal-goðsögnin, segir að það besta sem Arsenal hefur gert á markaðnum í sumar hafi verið að fá Unai Emery sem stjóra liðsins.

Arsene Wenger kvaddi eftir rúmlega tvo áratugi sem stjóri Arsenal og miklar breytingar hafa átt sér stað í sumar. Pires er ánægður með breytingar og þá sérstaklega Emery.

„Bestu kaupin fyrr mig voru í Unai Emery, stjóranum. Auðvitað trúi ég á leikmennina og sérstaklega nýju leikmennina en fyrir Emery er það mikilvægt að byrja vel,” sagði Pires við Sky Sports.

„Hann veit að hann er hjá stóru félagi og það er mikil pressa á honum. Ég held að hann sé stórt karakter og það ríki mikill andi í honum.

„Hann vann á Spáni. Hann vann í Frakklandi. Hann er með mikla reynslu og ég vona að fyrir hann og Arsenal að þá nái hann árangri hjá félaginu.

Aðspurður um hvort að Arsene Wenger hafi verið of lengi sem stjóri Arsenal svaraði Pires fullum hálsi:

„Nei. Ég þekki Wenger og hann er góður maður og frábær þjálfari. Allir vita að hann eyddi löngum tíma hjá Arsenal því hann elskar félagið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×