Erlent

Reka ferðamenn frá sjókvíunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Spjöll geta orðið þegar veitt er of nálægt.
Spjöll geta orðið þegar veitt er of nálægt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN

Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. Samkvæmt norsku fiskistofunni eru það oftast erlendir ferðamenn sem eru við veiðar nálægt sjókvíunum en bannað er að veiða nær þeim en í 100 metra fjarlægð.

Það er mat forsvarsmanna fyrirtækja í laxeldi og fiskistofu að umhverfisspjöll geti orðið veiði menn nálægt kvíunum. Dæmi eru um að veiðarfæri sem menn hafa misst hafi til dæmis flækst í hreinsibúnað kvíanna með þeim afleiðingum að fiskur hefur sloppið.


Tengdar fréttir

Veitingahús á móti sjókvíaeldi

Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.