Viðskipti erlent

ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. Á gengi dagsins í dag eru það um 536 milljarðar íslenskra króna.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þriggja ára rannsóknar á því hvort að stýrikerfið hafi á ósanngjarnan hátt styrkt markaðsráðandi stöðu Google sem leitarvélar.

Sektin sem ESB hefur ákvarðað að Google skuli greiða er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt einstakt fyrirtæki.

Í frétt um málið á vef BBC segir að líklegt sé að fyrirtækið muni áfrýja ákvörðuninni, líkt og það gerði við aðra sektarákvörðun sambandsins upp á 2,4 milljarða evra þar sem Google veitti eigin netverslun forgang umfram aðrar í netverslun sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×