Lífið

Segir Markle bera ábyrgð á dauða föður þeirra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, á minningarviðburði um Nelson Mandela í gær.
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, á minningarviðburði um Nelson Mandela í gær. Vísir/getty
Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, segir systur sína ábyrga fyrir dauða föður þeirra, ef til hans kæmi. Breski slúðurmiðillinn Daily Mail greinir frá þessu og birtir skjáskot af læstum Twitter-reikningi Samönthu.

Samantha var harðorð í garð systur sinnar á Twitter á þriðjudagskvöld. Hún birti meðal annars hlekk á umfjöllun um minningarviðburð Nelsons Mandela, sem hertogahjónin af Sussex mættu á, og spurði hvort Markle gæti ekki frekar hugnast að heiðra sinn eigin föður, Thomas Markle.

„Nú er nóg komið. Láttu eins og mannvinur, láttu eins og kona! Ef faðir okkar deyr kenni ég þér um það, Meg!“ skrifaði Samantha í gærkvöldi.

Þá gagnrýndi hún systur sína fyrir að „hunsa sinn eigin föður“ og sagði að hann ætti ekki að þurfa að skammast sín heldur konungsfjölskyldan sjálf.

Föðurfjölskylda Meghan hefur verið henni nokkur fjötur um fót síðan hún trúlofaðist Harry Bretaprins og þá sérstaklega faðir hennar, sem ítrekað hefur rætt einkalíf hennar í fjölmiðlum. Hann sagðist nýlega hafa áhyggjur af velferð dóttur sinnar innan bresku konungsfjölskyldunnar og sagði að sér sýndist hún óttaslegin. Þá nái hann ekki lengur sambandi við hana.


Tengdar fréttir

Hertogaynjurnar fylgdust með Wimbledon

Svilkonurnar Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge og Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, fylgdust saman með úrslitaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×