Enski boltinn

Rooney: Vonandi er ekki langt þangað til að United verður aftur meistari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney spilaði með United frá 2004-2017.
Wayne Rooney spilaði með United frá 2004-2017. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur sína gömlu félaga vera í stakk búna til að berjast um Englandsmeistaratitilinn við magnað lið Manchester City á næstu leiktíð.

Lærisveinar Mourinho höfnuðu í öðru sæti og voru 19 stigum á eftir meisturum City en Rooney er á því að liðið geti færst nær þeim bláu í vetur.

„Að sjálfsögðu getur United gert atlögu að Englandsmeistaratitlinum. Þetta er risrastórt félag. Síðasta tímabil var bara svolítið öðruvísi vegna velgengni City,“ segir Rooney í viðtali við BBC.

„Á einhverju öðru tímabili hefði það sem United gerði verið nóg til að vinna titilinn. United spilaði bara ekki vel í samanburði við City en mér fannst United eiga fína leiktíð þrátt fyrir að vinna ekki neitt.“

Rooney, sem er markahæsti leikmaður Manchester United með 253 mörk, er ósammála þeirri fullyrðingu að United hafi ekki spilað fallegan fótbolta á síðustu leiktíð.

„United skoraði fullt af mörkum og þetta er allt að koma. Vonandi er bara ekki langt þar til að United verður Englandsmeistari á ný,“ segir Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×