Stjarnan áfram þrátt fyrir tap í Eistlandi og mætir líklega FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar og félagar eru komnir áfram.
Rúnar og félagar eru komnir áfram. vísir/bára
Stjarnan er komið áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 tap gegn Nömme Kalju í Eistlandi í dag.

Stjarnan var í frábærum málum eftir fyrri leikinn þar sem unnu 3-0 sigur á Stjörnuvelli svo aðalatriðið var að spila góðan varnarleik í dag.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Stjörnumenn lágu vel til baka og vörðust fimlega. Þau skot sem komu á markið réð Haraldur Björnsson svo fullkomlega við.

Ekkert mark var skorað fyrr en á 88. mínútu er Eistarnir komust yfir með marki frá Alex Matthias Tamm. Það skiptu litlu máli því Stjarnan vann samanlagt 3-1.

Stjarnan er því komið áfram í næstu umferð og þar verður andstæðingurinn líklega stórlið FCK en þeir eru 1-0 yfir í sinni viðureign KuPS. Liðin eigast við á Parken í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira