Golf

Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harladur Franklín fór vel af stað á sienni níu.
Harladur Franklín fór vel af stað á sienni níu. vísir/getty
Haraldur Franklín Magnús algjörlega sneri við gengi sínu á holum tíu til fjórtán á Opna breska meistaramótinu í golfi eftir að spila fyrri níu holurnar á fjórum höggum yfir pari.

Haraldur fékk strax fugl á tíundu holu og aðra fugla á þrettándu og fjórtándu holu og var allt í einu kominn á einn yfir pari. Frábær byrjun.

Því miður fékk hann svo tvo skolla í röð og er á þremur höggum yfir pari þegar að tvær holur eru eftir á fyrsta degi.

Hér að neðan má sjá höggin hans á holum ellefu til fjórtán þar sem að hann fékk tvo fugla en Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson halda áfram að fylgjast með hverju höggi Haraldar á Carnoustie vellinum.

Hér má sjá höggin hans á fyrstu þremur holunum og hér má sjá það sem að hann gerði á holum fimm til níu.

Beina textalýsingu frá gengi Haraldar má svo finna hér.


Tengdar fréttir

Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×