Innlent

Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki

Bergþór Másson skrifar
Fjallabak nyrðra.
Fjallabak nyrðra. Vísir / Vilhelm

Talsvert hefur borið á því að ekið er inn á svæði í friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann vegna verndunar náttúru og innviða á meðan snjóa leysir og frost er að fara úr jörðu. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Afleiðingar þess að ekið er inn á þessi svæði eru oft óafturkræfar skemmdir á náttúru eða að lagfæringar verða mjög kostnaðarsamar og tímafrekar.

Að aka inn á svæði þar sem akstursbann er í gildi er brot á lögum og varðar sektum.

Umhverfisstofnun segir ólöglegan utanvegaakstur vera stórt vandamál á hálendi Íslands og hefur verið lagt kapp á að sporna gegn því með aukinni landvörslu og fræðslu.


Tengdar fréttir

Umhverfisspjöll í Mývatnssveit

Spellvirki hafa verið unnin í Grjótagjá og Hverfjalli í Mývatnssveit og rannsakar lögreglan á Húsavík málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.