Innlent

Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Vest- og Austfjörðum en það hefur ekki reynst óumdeilt. Myndin er úr safni og tengist efni myndarinnar ekki með beinum hætti.
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Vest- og Austfjörðum en það hefur ekki reynst óumdeilt. Myndin er úr safni og tengist efni myndarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Pjetur
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. Fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða allt að 3.000 tonn af regnbogasilungi á ári á Fáskrúðsfirði. Leyfið gildir til ársins 2034.

Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að starfsleyfið taki á mengunarþætti fiskeldisins og geri ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun, eftirlit og mælingar á starfstíma.

Ein umsögn barst um starfsleyfistillöguna frá Óttari Yngvasyni fyrir hönd náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Veiðifélags Breiðdæla, Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélags Selár og Veiðifélags Vesturdalsár.

Þar var gerð krafa um að útgáfu starfsleyfisins yrði hafnað. Félögin héldu því meðal annars fram að ekki væri lagaheimild til að framlengja starfsleyfið og gera þyrfti umhverfismat áður en nýtt starfsleyfi yrði gefið út.

Þá var bent á að fyrirhugaðar staðsetningar eldissvæða Fiskeldis Austfjarða væru í ófullnægjandi fjarlægð frá öðrum fyrirhuguðum eldissvæðum Laxa fiskeldis en eldi þess fyrirtækis í Fáskrúðsfirði er í umhverfismatsferli hjá Skipulagsstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×