Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Najib hefur neitað því að hafa stolið fé úr þróunarsjóði sem átti að gera Kúala Lúmpúr að fjármálamiðstöð.
Najib hefur neitað því að hafa stolið fé úr þróunarsjóði sem átti að gera Kúala Lúmpúr að fjármálamiðstöð. Vísir/EPA
Lögreglan í Malasíu handtók Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna áskana um spillingu í dag. Búist er við því að hann verði ákærður á morgun. Najib er meðal annars sakaður um að hafa dregið að sér 700 milljónir dollara úr opinberum þróunarsjóði.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að milljarðar dollara úr sjóðnum séu í óskilum. Rannsókn á Najib hófst eftir að hann tapaði óvænt í kosningum í maí. Sjálfur neitar hann allri sök.

Mikið magn af reiðufé, skartgripum og lúxusvörum fannst í húsleitum í fasteignum sem tengjast Najib. Lögreglan sagði að alls hafi verðmæti þess sem hald var lagt á numið um 273 milljónum dollara.

Najib er í farbanni en spillingarmál sem tengjast honum eru til rannsóknar í fleiri löndum.


Tengdar fréttir

Tóku sekki af seðlum

Maðurinn sem stýrir rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu er snúinn aftur eftir að hann flúði land vegna hótana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×