Innlent

Sækjast eftir starfi bæjarstjóra í Fjarðabyggð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Norðfirði.
Frá Norðfirði. Vísir/Einar
Sjö karlmenn eru á lista yfir þá sem sækjast eftir embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar rann út á þriðjudag, en umsækjendur voru níu talsins og drógu tveir umsókn sína tilbaka.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Ármann Halldórsson
  • Gísli Halldór Halldórsson
  • Guðmundur Helgi Sigfússon
  • Karl Óttar Pétursson
  • Sigurður Torfi Sigurðsson
  • Snorri Styrkársson
  • Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Páll Björgvin Guðmundsson lét af störfum sem bæjarstjóri í lok síðasta mánaðar en hann hafði gegnt embættinu frá árinu 2014. Fjarðabyggð er stærsta sveitarfélagið á Austurlandi með rúmlega fimm þúsund íbúa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×