Innlent

Sækjast eftir starfi bæjarstjóra í Fjarðabyggð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Norðfirði.
Frá Norðfirði. Vísir/Einar

Sjö karlmenn eru á lista yfir þá sem sækjast eftir embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar rann út á þriðjudag, en umsækjendur voru níu talsins og drógu tveir umsókn sína tilbaka.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Ármann Halldórsson
  • Gísli Halldór Halldórsson
  • Guðmundur Helgi Sigfússon
  • Karl Óttar Pétursson
  • Sigurður Torfi Sigurðsson
  • Snorri Styrkársson
  • Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Páll Björgvin Guðmundsson lét af störfum sem bæjarstjóri í lok síðasta mánaðar en hann hafði gegnt embættinu frá árinu 2014. Fjarðabyggð er stærsta sveitarfélagið á Austurlandi með rúmlega fimm þúsund íbúa. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.